Á Íslandi eru nokkrir hvítir Boxer hundar til,bæði ungir sem gamlir. Síðustu tveir sem fæddust voru hjá Boxers of Iceland og fæddust þann 30.nóv 2023 og heilsast þeim vel og ekki er að sjá að þeir séu blindir nér heyrnalausir.
Boxers Of Iceland voru það ánægð með þær systur að þau ákváðu að halda einni fyrir sig.
Hvítur Boxer hefur verið til í fleiri fleiri ár og ef við skoðum myndir aftur í tímann til ársins 1895 þegar þýski boxerklúbburinn var stofnaður eru til myndir af hvítum boxer þar.
Frá 28. febrúar 2010 geta hvítu boxer hundarnir keppt á sýningum á vegum þýska boxerklúbbsins (Boxer-Klub E.V. – Sitz München) jafnt með rauðum og bröndóttum boxerum. Auðvitað, til að mæta í keppnina, verður hvítur Boxer að uppfylla allar aðrar reglur sem settar eru í núverandi staðli, nema reglurnar um lit feldsins, eða öllu heldur aflitun. Fyrsti hvíti boxerinn á sýningu á vegum boxerklúbbs Þýskalands er Fingal von Triskell, sem fæddist 10. nóvember 2009., sem einnig hefur unnið fyrsta sæti í hvolpaflokki.
Á Íslandi eru þeir EKKI leyfðir á sýningar né til að rækta undan þrátt fyrir að norðurlöndin eins og t.d Noregur, Danmörk, svíþjóð leyfa það. Einnig að þýskaland leyfir þar sem skítur eiginlega þetta “bann” niður því að upprunaland hundsins er Þýskaland.
Boxers.is eru að vinna í því að áfrýja þessu til Hundaræktafélags Íslands þar sem það eru til svo mörg dæmi núna þar sem þetta gengur vel.
Rangt. 18% af Boxer hvolpum sem fæddust reynast hvítir og hafa þeir verið til eins lengi og tegundin hefur verið til. Það er sorgleg staðreynd að margir hundaræktendur aflífa hvíta hvolpa vegna þess að þeir uppfylla ekki staðla American Boxer Club eða American Kennel Club. Gott fólk, hvað ef ákveðnir menn uppfylltu ekki sett viðmið fyrir homo-sapien ræktun? Ef svo er, þá væru mörg okkar ekki hér í dag.
Nokkuð satt. Sumir hvítir boxerar eru fæddir með mikið viðhald, svo sem heyrnarskerðingu eða húðofnæmi. Húðsjúkdómar eru dýrir, en haframjölsböð fyrir hunda í gæludýraversluninni þinni og sérstakar mataræðiskröfur sem dýralæknir ávísar getur hjálpað til við að létta áhyggjur?