Grunn upplýsingar um Boxer

Boxer er einn besti félagsskapur sem þú getur umgengist, ef hann er ekki að haga sér eins og vitleysingur og að gera eitthvað að sér þá er hann að horfa á þig eins og hann skuldi þér pening. Barngóðir og sterkir persónuleikar. Þeir sem fá sér Boxer vilja oftast aldrei fá sér neitt annað en Boxer.

Boxer eru sterkir hundar sem eru ekki vanir að láta vaða yfir sig, þeir þurfa aga og sálufélaga

Persónuleikinn & Hverju má viðbúast

Maður þarf að vera húmoristi til þess að eiga boxer þeir eru glaðir kjánar og geta verið mjög uppátækjasamir enda eru þeir trúðar þeir eru traustir og húsbóndahollir hundar, mjög vinnusamir og gáfaðir! Þú mátt búast við skemmtilegum félaga, hvort sem það er heima við eða í útivist eða vinnu. Manni leiðist pottþétt aldrei ef maður á boxer

Þyngd
25-32kg
Hæð
53-64cm
Longevity
11 - 13+ar

Heilsan

Þeir eru almennt heilsuhraustir hundar, helstu heilsubrestir í boxer hafa verið krabbamein og hjartavesen það er yfirleitt það sem dregur þá til dauða á eldri árum. Stöku hundar hafa fengið ofnæmi en það þekkist svosem í öðrum tegundum líka.

 

Umhyrða og matarvenjur

Það er lítil sem engin feldumhyrða á þeim og ég báða mína hunda alls ekki oft, fóðrun fer mikið eftir hreyfingu og lífstíl hundsins ef hann er notaður í vinnu eða mikla hreyfingu þá þarf hann auðvitað kraftmeira fóður, strjúka þarf úr hrukkum á andliti reglulega. Neglur þarf að klippa stökusinnum ef þeir fá ekki að ganga á gangstétt eða hörðu yfirborði

Hvað er gott að vita áður en maður fær sér Boxer?

Þjálfun

Boxer þarf aga, þeir eru þrjóskir og það þarf að setja þeim línurnar, mjög gáfaðir en þrjóskast oft með hluti afþví þeir vita að maður hefur ekki þolinmæðina til að þrjóskast á móti.

Munnvatn og gas

Boxer er með mjög virka munnvatnskirtla sem gerir það að verkum að þeir slefa og getur maður verið að finna sleftauma stundum á stöðum sem maður vissi ekki um, einnig eru þeir þekktir fyrir að gefa frá sér góða prumpulygt

Hreyfing

Þegar þú færð þér Boxer þarftu að huga að því að þótt þeir elska sófann þinn að þá þurfa þeir að lágmarki klukkutíma í hreyfingu á dag

Call: +354-8555411
Copyright Boxers.is 2024 All rights reserved / Made by Nordicprojects.is