Stórhundadagar Garðheima voru haldnir með pompi og prakt nú um helgina og að sjáfsögðu lét Boxerdeild HRFI sig ekki vanta. Það var fjöldinn allur af stórhundategundum sem tóku þátt í dögunum og svo eitthvað sé nefnt voru þarna Þýskur Fjárhundur, Bernen Senner, Bullmastiff, Labrador, Ástralskur Fjárhundur og margar fleiri tegundir. Þeir ræktendur sem mættu fyrir hönd Boxerdeildar voru Boxers of Iceland ræktun og Ice Legends ræktun. Alls voru átta fulltrúar (boxer hundar) frá Boxernum sem voru á staðnum og stóðu vaktina yfir helgina og voru þeir á öllum aldri. Við buðum gestum og gangandi uppá hvolpaknús, límmiða og prinspóló til að kjamsa á og auðvita fræðslu á okkar tegund fyrir þá sem höfðu áhuga á að vita meira um tegundina. Boxerinn vakti mikla lukku hjá ungum sem öldnum og fengum við margar spurningar um tegundina, virkilega gaman að sjá hvað áhuginn er orðinn gríðalega mikill á tegundinni okkar. Boxerinn var líka sýnilegur á Nosework básnum en þar stóð Dimma Boxer vaktina hjá Íslenska Nosework Klúbbnum og sá um að fræða gesti og gangandi um allt sem tengist Nosework. Við viljum þakka öllum þeim sem komu og gáfu sér tíma til að heilsa uppá okkur og vonumst til að sjá sem flesta að ári liðnu.